Stykkishólmi- Framkvæmdanefnd atvinnuvegasýningarinnar sem halda á í Stykkishólmi 18. til 20. júní efndi til samkeppni um merki sýningarinnar og heiti. Úrslit voru tilkynnt á Fosshótelinu í Stykkishólmi sunnudaginn 16. maí sl. Þátttaka var mjög góð og bárust 24 tillögur sem koma víða frá Vesturlandi. Merkið sem varð fyrir valinu sýnir m.a.
Atvinnuvegasýningin í Stykkishólmi

Úrslit í samkeppni um merki

Stykkishólmi - Framkvæmdanefnd atvinnuvegasýningarinnar sem halda á í Stykkishólmi 18. til 20. júní efndi til samkeppni um merki sýningarinnar og heiti. Úrslit voru tilkynnt á Fosshótelinu í Stykkishólmi sunnudaginn 16. maí sl. Þátttaka var mjög góð og bárust 24 tillögur sem koma víða frá Vesturlandi. Merkið sem varð fyrir valinu sýnir m.a. Vesturlandskort og ber nafnið Vesturvegur. Var það samdóma álit nefndarmanna að velja þetta merki enda þótti það vel til þess fallið að beina augum landsmanna að Vesturlandi. Vinningshafinn er Vestlendingur, Sigríður Kristinsdóttir, en hún rekur hönnunarstofuna Handbragð í Reykholti. Hún fékk að launum verðlaun, sem fyrirtæki í Stykkishólmi gáfu, að upphæð 60.000 krónur.

Undirbúningur sýningarinnar í næsta mánuði gengur vel. Skráningu er lokið og munu um 70 aðilar með einum eða öðrum hætti taka þátt í sýningunni. Að sögn Valgerðar Laufeyjar Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra koma sýnendur af öllu Vesturlandi. Fjölbreytni verður mikil, allt frá handverki upp í heilt álver. Börn og unglingar sýna myndir sem þau hafa teiknað með atvinnulífið í sínum bæ eða sinni sveit í huga.

Morgunblaðið/Gunnlaugur VERÐLAUNAHAFINN í samkeppni um merki atvinnusýningarinnar í Stykkishólmi, Sigríður Kristinsdóttir, ásamt Jóhönnu Guðmundsdóttur og Valgerði Guðmundsdóttur, forsvarsmönnum sýningarinnar.