NÝ aðalnámskrá fyrir leikskóla er komin út og tekur hún gildi 1. júlí næstkomandi. Miðað er við að starf í leikskólum samkvæmt nýrri aðalnámskrá hefjist haustið 1999 eða eins fljótt og unnt er. Námskráin leysir af hólmi Uppeldisáætlun fyrir leikskóla frá 1993.

Ný aðalnámskrá

leikskóla er

komin út

NÝ aðalnámskrá fyrir leikskóla er komin út og tekur hún gildi 1. júlí næstkomandi. Miðað er við að starf í leikskólum samkvæmt nýrri aðalnámskrá hefjist haustið 1999 eða eins fljótt og unnt er. Námskráin leysir af hólmi Uppeldisáætlun fyrir leikskóla frá 1993.

Aðalnámskrá leikskóla er leiðarvísir í leikskólastarfi og lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf, að því er segir í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Á grundvelli þessa leiðarvísis á sérhver leikskóli að gera eigin skólanámskrá. Aðalnámskráin byggist á markmiðslýsingu laga um leikskóla og reglugerð um starfsemi leikskóla og uppeldisáætlun fyrir leikskóla.

Samkvæmt nýrri skólastefnu hefur verið unnið samhliða að námskrárgerð fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla með það að markmiði að stuðla að eðlilegri samfellu og stígandi á námsleiðinni, segir í tilkynningunni.

Aðalnámskrá leikskóla skiptist í átta kafla sem fjalla um leikskólann og markmið leikskólastarfs, leikinn, námssvið, samstarf heimila og leikskóla, tengsl skólastiga, skólanámskrá, mat á leikskólastarfi og þróunarstarf í leikskóla.