Jóhanna Kristjánsdóttir Elsku mamma mín, söknuður minn er mikill. Og erfitt til þess að vita að þú verðir aldrei með okkur aftur. Samt linar það söknuðinn og sorgina að trúa því að þér líði vel núna og sért í faðmi pabba og Krissa bróður.

Guð blessi minningu þín.

Ég var lítið barn

og ég spurði mömmu mína

hver munur væri á gleði og sorg.

Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði:

Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu

getur ekki glaðst

því hann þekkir ekki sorgina.

(Þórunn Magnea) Þín elskandi,

Anna Guðný.