CALYX spilar á kvöldi sem Virkni stendur fyrir á Kaffi Thomsen á laugardagskvöld. Dúettinn er skipaður plötusnúðunum Chris Rush og Larry Cons og spila þeir félagar tónlist kennda við trommu og bassa eins og tíðkast á alþjóðlegum klúbbakvöldum Virkni. Þeir eru sagðir eitt af flaggskipum Moving Shadow sem sérhæfir sig í og er leiðandi í útgáfu á trommu- og bassatónlist í heiminum.
Calyx spilar á Kaffi Thomsen
Fullsaddir af starfi
í hljómsveitumCALYX spilar á kvöldi sem Virkni stendur fyrir á Kaffi Thomsen á laugardagskvöld. Dúettinn er skipaður plötusnúðunum Chris Rush og Larry Cons og spila þeir félagar tónlist kennda við trommu og bassa eins og tíðkast á alþjóðlegum klúbbakvöldum Virkni.
Þeir eru sagðir eitt af flaggskipum Moving Shadow sem sérhæfir sig í og er leiðandi í útgáfu á trommu- og bassatónlist í heiminum. Það er í eigu Robs Playfords og hefur á sínum snærum listamenn á borð við EZ Rollers, Omni Trio, Technical Itch, Dom & Roland og Aquasky. Koma Calyx til Íslands er liður í 10 ára afmæli fyrirtækisins sem haldið er upp á með viðburðum um allan heim.
Chris Rush úr Calyx hóf feril sinn sem trymbill í nokkrum fönk- og djassraftónlistarsveitum en Larry spilaði á gítar í djass- og fönksveitinni Outfit áður en þeir stofnuðu Calyx. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu hjá Moving Shadow fyrir tveim árum og hafa síðan þá verið eitt af þekktustu nöfnum útgáfunnar og gefið út lög á borð við "Double Zero", "Acid Blues" og "Distobia", en við það lag var gert myndband sem fékk þó nokkra spilun á MTV-sjónvarpsstöðinni. Auk þess að gefa út hjá Moving Shadow hafa þeir gefið út tónlist sína hjá No U- Turn, Rugged Vinyl og 31 Records.
Á næsta ári er væntanleg frá þeim breiðskífa með trommu- og bassatónlist og að auki eru þeir að vinna að frábrugðinni tónlist með söngvara og vonast til að ljúka henni í lok þessa árs. Þeir segja frá því hvernig samstarf þeirra hófst í nýlegu viðtali í tímaritinu Knowledge : "Við vorum búnir að fá okkur fullsadda af hljómsveitaumhverfinu. Það fer svo mikil orka í að púsla öllu saman og koma til móts við alla; afraksturinn verður aldrei eins og maður hefði viljað."