HLJÓMSVEITIR hafa verið misfljótar að nýta sér Netið. Flestar láta útgáfur sínar sjá um allt, en aðrar, til að mynda Public Enemy, nýta vefinn rækilega og meðal annars til að berja á útgáfunum. Public Enemy var með fyrstu rappflokkum sem komu sér fyrir á Netinu og gáfu snemma út lög á Netinu í MP3-gagnasniðinu.
Rappsetur á Netinu
HLJÓMSVEITIR hafa verið misfljótar að nýta sér Netið. Flestar
láta útgáfur sínar sjá um allt, en aðrar, til að mynda Public Enemy, nýta vefinn rækilega og meðal annars til að berja á útgáfunum.
Public Enemy var með fyrstu rappflokkum sem komu sér fyrir á Netinu og gáfu snemma út lög á Netinu í MP3-gagnasniðinu. Þegar það bar við fyrir tveimur árum að útgáfufyrirtæki sveitarinnar vildi fresta um óákveðinn tíma útgáfu á nýrri breiðskífu sveitarinnar brá hún hart við og gaf plötuna út á Netinu, þannig að leiðtogi hennar, Chuck D., er hagvanur á Netinu.
Chuck D. kynnti á dögunum nýjan rappvef, rapstation.com, sem ætlað er að gera veg tónlistarformsins sem mestan en einnig að vera vettvangur fyrir óþekktar hljómsveitir og listamenn til að koma sér á framfæri. Það verður unnt að sækja sér MP3-þjöppuð lög og lesa viðtöl við tónlistarmenn og annað frægt fólk, auk þess sem Chuck D. hyggst viðra óspart róttækar skoðanir sínar á bandarísku samfélagi.
Eigandi setursins er fyrirtækið Creamwerks og er sem stendur í eigu Chucks D., umboðsmanns manns og tveggja annarra, en til stendur að selja fyrirtækið eftir hálft annað ár. Aðstandendur rapstation.com fara ekki leynt með að að þeir ætla sér að græða á setrinu, meðal annars með auglýsingum, sölu á ýmsum varningi og svo má telja.
Chuck D. er mikill baráttumaður fyrir réttindum litra og sagði á fréttamannafundi þar sem setrið var kynnt að Netið væri besti vettvangurinn til að koma á framfæri stefnumálum blökkumanna vestan hafs. "Við höfum lítil áhrif í útvarpi, engin í sjónvarpi og dagblöð eru of frumstæður miðill til að geta haft áhrif á fólk á næstu öld."
Chuck D., leiðtogi Public Enenmy og rapstation.com.