150. SÝNING á barnaleikritinu Snuðru og Tuðru verður í Möguleikhúsinu við Hlemm á morgun, sunnudag, kl. 16. Leikritið er byggt á sögum Iðunnar Steinsdóttur um systurnar Snuðru og Tuðru. Sýningin er aðallega byggð á fjórum sögum; "Snuðra og Tuðra verða vinir," "Snuðra og Tuðra missa af matnum," "Snuðra og Tuðra laga til í skápum" og "Snuðra og Tuðra og fjóshaugurinn".
Snuðra og Tuðra sýnt í 150. sinn

150. SÝNING á barnaleikritinu Snuðru og Tuðru verður í Möguleikhúsinu við Hlemm á morgun, sunnudag, kl. 16. Leikritið er byggt á sögum Iðunnar Steinsdóttur um systurnar Snuðru og Tuðru. Sýningin er aðallega byggð á fjórum sögum; "Snuðra og Tuðra verða vinir," "Snuðra og Tuðra missa af matnum," "Snuðra og Tuðra laga til í skápum" og "Snuðra og Tuðra og fjóshaugurinn". Snuðra og Tuðra eru leiknar af Drífu Arnþórsdóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur, leikstjóri og höfundur leikmyndar er Bjarni Ingvarsson, leikgerðin er eftir Pétur Eggerz, tónlist eftir Vilhjálm Guðjónsson og Katrín Þorvaldsdóttir sá um búninga og brúðugerð.

Sýningin á sunnudag er jafnframt síðasta sýningin á Snuðru og Tuðru í Möguleikhúsinu. Sýningum verður þó haldið áfram í leik- og grunnskólum og í lok október verður farið í leikferð um Norðurland.

Snuðra og Tuðra með brúður.