SKÁTAFÉLÖGIN og Hjálparsveitir skáta í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi halda mót fyrir dróttskáta í Þórsmörk helgina 22.-24. október. Tilgangur mótsins er að skapa samstarfsvettvang fyrir björgunarsveitir og dróttskátasveitir, en það kallast starf skáta á aldrinum 15-18 ára.

Dróttskátamót í Þórsmörk

SKÁTAFÉLÖGIN og Hjálparsveitir skáta í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi halda mót fyrir dróttskáta í Þórsmörk helgina 22.-24. október.

Tilgangur mótsins er að skapa samstarfsvettvang fyrir björgunarsveitir og dróttskátasveitir, en það kallast starf skáta á aldrinum 15-18 ára. Einnig er markmiðið að dróttskátar haldi eigið mót þar sem dróttskátar úr þessum þremur sveitarfélögum koma saman ásamt björgunarsveitum, kynnast innbyrðis og eigi saman ánægjulega helgi við leik og störf við þeirra hæfi, segir í fréttatilkynningu.

Gist verður í skála Útivistar í Básum en dagskráin fer fram víða um Goðaland og Þórsmörk. Á dagskrá er meðal annars 12 tíma póstaleikur þar sem dróttskátarnir taka þátt í klettaklifri, bjargsigi, ísklifri, kanósiglingu, svífa á svifbraut, þjálfast í skyndihjálp, rötun, að vaða jökulá og talstöðvanotkun. Einnig munu dróttskátarnir taka þátt í næturleik, kvöldvökum og metamóti. Í lok mótsins verður kynning á starfsemi björgunarsveita og á hvaða hátt dróttskátastarf getur verið undirbúningur að starfi í björgunarsveit.