LAUN skipverja á lettneska togaranum Odincovu, sem Borgþór Kjærnested fulltrúi Alþjóðasambands flutningaverkamanna hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur sagði í frétt blaðsins í gær að hefðu numið tæpum 13 milljónum króna eftir frádrátt, námu í raun réttri um 16 milljónum króna, sem voru 80% af útistandandi kröfum áhafnarinnar. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Leiðrétt Fengu 16 milljónir

LAUN skipverja á lettneska togaranum Odincovu, sem Borgþór Kjærnested fulltrúi Alþjóðasambands flutningaverkamanna hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur sagði í frétt blaðsins í gær að hefðu numið tæpum 13 milljónum króna eftir frádrátt, námu í raun réttri um 16 milljónum króna, sem voru 80% af útistandandi kröfum áhafnarinnar. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Ritstjóri orðabóka

Rangt var farið með nafn ritstjóra Ensk-íslenskrar / Íslensk- enskrar orðabókar og Ensk- íslenskrar / Íslensk-enskrar vasaorðabókar í bóksölulista sem birtur var í blaðinu fimmtudaginn síðastliðinn. Ritstjóri bókanna er Sævar Hilbertsson. Beðist er velvirðingar á þessu.

Vantar nafn leikara

Nafn Emils Eliassen vantaði í frétt um leikritið Heim Guðríðar sem sýnt var í Kaupmannahöfn í september sem birt var sl. fimmtudag. Emil er dansk/íslenskur og lék Sölmund sem barn.

Einnig er rangt í fréttinni að Guðjón Davíð Karlsson hafi leikið séra Hallgrím ungan. Rétt er að hann lék Sölmund son Guðríðar á unglingsaldri.

Grein á röngum stað

Minningargrein eftir Helgu Nönnu um ömmu hennar, Nönnu Ingibjörgu Einarsdóttur, var vegna mistaka birt innan um greinar um Harald Z. Guðmundsson, auk þess að birtast á sínum rétta stað í blaðinu. Hlutaðeigendur eru beðnir að afsaka þessi mistök.

Brottfall

Þau mistök urðu við birtingu greinar Júlíusar Valssonar, læknir, í blaðinu í gær, að niðurlag síðust setningarinna féll brott. Setningin á að verAa þannig:"Í dag þekkjum við ekki nákvæmlega orsakir sjúkdómsins og það veldur einmitt erfiðleikum í meðferð hans."

Höfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu.