RÚMLEGA fertugur fyrrverandi skipverji á togara frá Vestmannaeyjum var dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt til landins 4 kíló og 948,8 grömm af hassi og 1,6 grömm af marijúana í janúar síðastliðnum. Maðurinn faldi fíkniefnin um borð í togaranum, sem kom til Vestmannaeyja frá Bremerhaven hinn 9.
Eins árs
fangelsi fyrir fíkniefnainnflutningRÚMLEGA fertugur fyrrverandi skipverji á togara frá Vestmannaeyjum var dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt til landins 4 kíló og 948,8 grömm af hassi og 1,6 grömm af marijúana í janúar síðastliðnum.
Maðurinn faldi fíkniefnin um borð í togaranum, sem kom til Vestmannaeyja frá Bremerhaven hinn 9. janúar, flutti efnin frá borði og setti í bifreið, en upp komst um smyglið þegar lögreglan stöðvaði bifreiðina.
Fyrir dómi játaði ákærði brot sitt og kvaðst hafa tekið að sér að flytja fíkniefnin til landsins gegn greiðslu. Hann hefur tvívegis hlotið sekt fyrir fíkniefnabrot og einnig verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir auðgunarbrot.