DAGBÓK Háskóla Íslands vikuna 17.­23. október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http: //www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Mánudaginn 18. október kl. 16 verður haldinn fyrirlestur á vegum Lyfjafræðistofnunar í kennslustofu 104 í Haga við Hofsvallagötu. Dr. Jantien J.

Dagbók

Háskóla

Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands vikuna 17.­23. október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http: //www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html

Mánudaginn 18. október kl. 16 verður haldinn fyrirlestur á vegum Lyfjafræðistofnunar í kennslustofu 104 í Haga við Hofsvallagötu. Dr. Jantien J. Kettenes-van den Bosch, Department of Biomolecular Mass Spectrometry við lyfjafræðideild háskólans í Utrecht, Hollandi, flytur fyrirlesturinn: Notkun massagreiningar við rannsóknir á lífsameindum (Exploring Interactions by Biomolecular Mass Spectroscopy)

Miðvikudaginn 20. október, kl. 16:15, flytur Már Guðmundsson, Seðlabanka Íslands, fyrirlesturinn: Fjármálakreppur: fræði og íslensk reynsla í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar. Málstofan fer fram á kaffistofu 3. hæð í Odda og er öllum opin.

Fimmtudaginn 21. október kl. 16:15 flytur Elín V. Magnúsdóttirfyrirlesturinn: "Áhrif þrávirkra klórlífrænna efna á frjósemi íslenskra karlmanna" í málstofu læknadeildar. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags Íslands, efstu hæð. Kaffiveitingar verða frá kl. 16.

Fimmtudaginn 21. kl. 16 til 18 verður haldin málstofa í guðfræði í Skólabæ. Þar flytur Inga Huld Hákonardóttir erindi sem hún nefnir "Saga kvenna og kristinnar trúar slær í gegn sem rannsóknarefni á Norðurlöndum".

Laugardaginn 23. október kl. 13:30 boðar Sagnfræðistofnun til vinnu- og kynningarfundar í Norræna húsinu. Tilefni fundarins er fyrirhuguð útgáfa tveggja binda verks sem nefnist: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900­2002. Sex manna undirbúningshópur hefur unnið að verkefninu um skeið og notið forverkefnisstyrks frá Rannís.

Sýningar

Þjóðarbókhlaða

Sýning á list inúíta í Kanada, Qamanittuaq teikningar eftir listamenn frá Baker vatni í Þjóðarbókhlöðu 12. ágúst ­ 1. nóvember. Sýningin kemur hingað til lands í tengslum við námskeið vísindamanna og stúdenta við Háskólann í Guelph í Kanada, Bændaskólans á Hólum og Háskóla Íslands.

Árnastofnun

Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14­16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 13­17 daglega, 1. júní til 31. ágúst. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara.

Námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ vikuna 17.­23. október

18. okt. kl. 8:30­16:30. Frammistöðumat og starfsmannasamtöl. Kennari: Randver Fleckenstein Ed.S.-ráðgjafi hjá Forskoti.

18. okt. kl. 8:15­14:15. Frárennslislagnir ­ innanhúss og að lóðarmörkum. Kennarar: Einar Þorsteinsson, byggingatæknifræðingur hjá Rannsóknarstofnun byggingaiðnaðarins, og Sveinn Áki Sverrisson, véltæknifræðingur hjá VSB- verkfræðistofu.

19. okt. kl. 12:45­15:45 og 20. okt. kl. 8:45­15:45. Samningatækni. Kennarar: Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur, Júlíus K. Björnsson sálfræðingur og Vigdís Jónsdóttir hagfræðingur.

19. okt. kl. 8:30­12:30. Sala og sölutækni. Kennari: Gunnar Ágúst Beinteinsson viðskiptafræðingur og ráðgjafi hjá Forskoti.

20. og 21. okt. kl. 9­16. Listmeðferð: Æfingar (workshop) og fyrirlestur. Kennari: Maarit Lipsanen- Rogers, félagsráðgjafi og listmeðferðarfræðingur.

Mið. 20. okt.­24. nóv. kl. 20: 15­22:15 (6x). Halldór Laxness: Heimsljós. Umsjónarmaður og aðalfyrirlesari: Halldór Guðmundsson mag.art., auk hans Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræðingur hjá ReykjavíkurAkademíunni, og dr. Gunnar Kristjánsson.

20. okt. kl. 9:30­16, 25. okt. kl. 12­17 og 27. okt. kl. 12:30­16. Grunnur að gæðastjórnun. Hugmynda- og aðferðafræði, mótun gæðastefnu og umbótastarf með altækri gæðastjórnun. Kennari: Davíð Lúðvíksson, rekstrarverkfræðingur og forstöðumaður þjónustu- og þróunarsviðs hjá Samtökum iðnaðarins.

21. og 29. okt. kl. 13:15­17:15 og 4. nóv. kl. 12­16. Úttekt á hugbúnaðarferli: Hvað má betur fara? ISO/IEC 15504. Kennarar: Anita Björk Lund, tölvunarfræðingur og sérfræðingur Kerfisverkfræðistofu HÍ, og Ebba Þóra Hvannberg, lektor við HÍ. Alec Dorling, IVF, er gestafyrirlesari á fyrsta degi námskeiðsins.

21. og 22. okt. kl. 8:30­11:30. Árangursstjórnun í rekstri fyrirtækja. Umsjón: Ágúst Hrafnkelsson, forstöðumaður árangursstýringar Landsbanka Íslands hf.

21. og 22. okt. kl. 9­16. Lystarstol og lotugræðgi ­ draumaútlit eða heilbrigði? Fyrirlesarar: Dr. Eiríkur Örn Arnarson, dósent í sálfræði við læknadeild Háskóla Íslands, Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir geðdeild Landspítala, Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Ástráður B. Hreiðarsson, dr.med., dósent, göngudeild sykursjúkra, Landspítala, Hulda Hákonardóttir, sjúkraþjálfari, geðdeild Landspítala, og Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi, næringarstofu Landspítala.

Fim. 21. okt.­9. des. kl. 20:15­ 22:15 (8x). Rússnesk samtíð og saga Sovétríkjanna. Kennari: Jón Ólafsson M. Phil., forstöðumaður Hugvísindastofnunar HÍ.

22. okt. kl. 8:30­16:30. Kaupendaferli: "Probe"-verkefnið. Mat á kaupendaferli (kaup og sala) ­ "Probe". Kennari: Alec Dorling, verkefnisstjóri PROBE og ISO/IEC 15504 staðalsins (SPICE).

22. okt. kl. 9­16. Agi og hegðunarmótun leikskólabarna. Kennari: Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur.