SIGURBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR
Sigurbjörg Þorleifsdóttir fæddist á Karlsskála við Reyðarfjörð
10. júlí 1906. Hún lést 4. október síðastliðinn. Sigurbjörg var dóttir hjónanna Margrétar Þorsteinsdóttur, f. 25. júlí 1874, d. 29. júlí 1949, og Þorleifs Stefánssonar útvegsbónda, f. 13. september 1875, d. 1918. Systkini: Tvíburabróðir Sigurður, f. 10. júlí 1906, d. 1926; Þórir, f. 18. nóvember 1908, látinn; Páll, f. 13. febrúar 1910, búsettur í Hafnarfirði; Stefán, f. 27. september 1911, búsettur í Kópavogi; Eiríkur, f. 23. maí 1913, látinn, og Magnús, f. 19. september 1914, látinn. Sigurbjörg giftist Jóni Kr. Tómassyni árið 1926. Þau áttu saman tvo syni: 1) Þorleifur, f. 13. ágúst 1927, d. 10. mars 1981, eftirlifandi sambýliskona hans er Britha Huseby, búsett í Hafnarfirði. 2) Vilberg Sigurður, f. 17. ágúst 1929, búsettur í Hafnarfirði, hann á tvö börn með Jóhönnu Ögmundsdóttur, fyrri sambýliskonu sinni, þau Sigrúnu, f. 8. apríl 1953, og Grétar, f. 15. júní 1954, þau slitu samvistir og með annarri sambýliskonu sinni, Jensu Nikulásdóttur, á hann fjögur börn, þau Pétur Daníel, f. 2. júní 1959, Jónu Björgu, f. 10. ágúst 1960, Þröst, f. 23. október 1965, og Soffíu, f. 4. september 1970, en þau slitu einnig samvistir. Árið 1942 giftist Sigurbjörg Jóni Ásgeirssyni, nú látinn, þau skildu árið 1948. Árið 1962 giftist hún Markúsi Jónssyni, f. 13. ágúst 1906, d. 29. apríl 1992. Hún átti átta langömmubörn og þrjú langalangömmubörn. Útför Sigurbjargar var gerð frá Fossvogskapellu 13. október.