Jónas Gunnar
Jónas Gunnar
VINJA er smásagnasafn Jónasar Gunnars. Safnið hefur að geyma tólf sögur auk þess sem höfundur skrifar aldarminningu um Jón Helgason og formála í tilefni árþúsundamóta.

VINJA er smásagnasafn Jónasar Gunnars. Safnið hefur að geyma tólf sögur auk þess sem höfundur skrifar aldarminningu um Jón Helgason og formála í tilefni árþúsundamóta.

Sögurnar eru fjölbreytilegar að efni og stíl, segir í fréttatilkynningu, og má þar finna nútímasögur, sögur úr fortíð og framtíð. Þeim er öðrum þræði ætlað að vekja spurningar með lesandanum en eru þó fyrst og fremst skrifaðar til að hafa af þeim ánægju og gleði. Hófstillt og stutt ljóðmæli er einnig að finna í bókinni.

Útgefandi er Vinja ehf. Bókin er 172 bls. í Royal-broti. Prentuð hjá Fjölritunarstofu Daníels Halldórssonar. Verð: 3.490 kr.