FYRIRLESTUR verður föstudaginn 28. janúar kl. 16-18 hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um breyttar þarfir og menntun í breyttu samfélagi varðandi meðferðarvinnu og handleiðslu.
FYRIRLESTUR verður föstudaginn 28. janúar kl. 16-18 hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um breyttar þarfir og menntun í breyttu samfélagi varðandi meðferðarvinnu og handleiðslu.

Imre Szecsödy, sem er geðlæknir og dósent við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, heldur fyrirlesturinn. Hann fjallar um gagnsemi meðferðarvinnu og handleiðslu, þjálfun, viðhorf og stöðu sérfræðinga í (geð)læknisfræði, félagsráðgjöf, sálfræði og skyldum greinum. Hann segir frá námsleiðum í meðferðarfræðum sem hann hefur byggt upp, m.a. við Svenska Psyko-analytiska Institutet og Karolinska Institutet í Stokkhólmi og því hlutverki sem handleiðsla gegnir fyrir bæði stjórnendur og fagfólk.

Í umfjöllun sinni beinir hann athygli að breytingum sem orðið hafa í samfélaginu og áhrif þeirra á þyngri sjúkdóma og nýstárleg einkenni sem sjúklingar koma nú með til meðferðar á stofnanir opinberrar þjónustu í vaxandi mæli. Breyttar áherslur á hraða, gæðamat og skjótar lausnir setja meðferðaraðilum nýjar skorður sem oft gera val á meðferð og meðferðarformi að fagsiðferðilegu álitamáli.

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og er einkum ætlaður fagólki sem hefur áhuga á meðferðar- og handleiðslufræðum.