ÞAÐ kunna ekki allir vel við snáka en hann Fayek Hourani er mjög hrifinn af þeim. Hann býr í þorpinu Jabourine norður af Damaskus og sést hér halda á fjórtán snákum, en hann er mjög fær með þá.
ÞAÐ kunna ekki allir vel við snáka en hann Fayek Hourani er mjög hrifinn af þeim. Hann býr í þorpinu Jabourine norður af Damaskus og sést hér halda á fjórtán snákum, en hann er mjög fær með þá. Fyrir þremur árum beit hann snákur svo að hann lamaðist í sex klukkustundir. Hann hefur lengi fengist við að veiða snáka og gengur undir nafninu Herra Snákur meðal vina og kunningja.