Tekist er á um boð og bönn í nýrri skemmtidagskrá sem frumsýnd verður í Leikhúskjallaranum annað kvöld.
Tekist er á um boð og bönn í nýrri skemmtidagskrá sem frumsýnd verður í Leikhúskjallaranum annað kvöld.
LEIKHÚSKJALLARINN, Fjöllistahópurinn HEY og félagar úr Tízkukórnum frumsýna skemmtidagskrána Það sem ekki má annað kvöld kl 22.30.
LEIKHÚSKJALLARINN, Fjöllistahópurinn HEY og félagar úr Tízkukórnum frumsýna skemmtidagskrána Það sem ekki má annað kvöld kl 22.30.

Í kynningu segir: "Eins og nafnið gefur til kynna er tekist á um boð og bönn fyrr og nú en einnig er boðið upp á námskeið í makavali og því að þræða öngstigu skemmtanalífsins. Tónlist frá ýmsum stöðum og tímum setur mikinn svip á dagskrána og er öruggt að fólk á öllum aldri finnur eitthvað við sitt hæfi. Starfsfólk Siðgæðiseftirlitsins hefur yfirumsjón með dagskránni ásamt þeim áhorfengum sem standast siðgæðismat. Siðgæðiseftirlitið skipa þau Brynhildur Björnsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Margrét Pétursdóttir og Skúli Gautason.

Leikhúskjallarinn býður starfsmannafélögum upp á að annast árshátíðina þeirra með þríréttuðum matseðli, skemmtiatriðum og dansleik í lokin."