' Allir hlógu að Iggíangúaq, sem var meiri maður en ráðið varð af líkamsstærðinni. Hann hafði í bernsku verið skilinn eftir hjá móður sinni, er faðir hans týndist í veiðiför.
' Allir hlógu að Iggíangúaq, sem var meiri maður en ráðið varð af líkamsstærðinni. Hann hafði í bernsku verið skilinn eftir hjá móður sinni, er faðir hans týndist í veiðiför. Hún átti fyrir fjórum börnum að sjá, en enginn varð eftir hjá henni til þess að liðsinna henni. Allir þekktu þessa sögu - hún hengdi þrjú barna sinna til þess að hlífa þeim við hungurdauðanum. Það var oft vitnað til gerða hennar sem fegursta fordæmis um sanna móðurást. Iggíangúaq var átta ára gamall, og hann lét í ljós, sagði móðirin, að hann fýsti ekki að láta hengja sig. Hann hét því, að hann skyldi ekki verða henni til trafala, heldur jafnvel þvert á móti, og það efndi hann. Þau drógu fram lífið á grasi og héraskít og mosaskófum, unz þeim var loks bjargað.