Nú undir sumarmál eru margir farnir að þrá hlýnandi veður. Náttúran er einnig að búa sig undir vorkomuna, en vetur konungur reynir að halda völdum. Kolufoss í Kolugljúfri í Víðidal var umluktur fönn og hrímúðinn lá á klettunum.
Nú undir sumarmál eru margir farnir að þrá hlýnandi veður. Náttúran er einnig að búa sig undir vorkomuna, en vetur konungur reynir að halda völdum.

Kolufoss í Kolugljúfri í Víðidal var umluktur fönn og hrímúðinn lá á klettunum. Ekki duldist þó vorhljóðið í gljúfrabúanum sem flytur leysingavatnið frá húnvetnsku heiðunum um Víðidalsá til Hóps og hafs. Með hlýnandi veðri og vatni er svo von á laxinum, sem veitir veiðimönnum gleði og landeigendum einnig bættan hag.

Hvammstanga. Morgunblaðið.