DOW Jones hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hækkaði lítillega í gær og var við lok viðskipta 10.777,28 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði aftur á móti um 106 stig eða 2,9% og endaði í 3.538,84 stigum eftir mjög róleg viðskipti.
DOW Jones hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hækkaði lítillega í gær og var við lok viðskipta 10.777,28 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði aftur á móti um 106 stig eða 2,9% og endaði í 3.538,84 stigum eftir mjög róleg viðskipti. FTSE-100 hlutabréfavísitalan í London hækkaði um 37 stig í gær og var við lok viðskipta 6.232,9 stig. BT tilkynnti um 31% hagnaðarminnkun frá fyrra ári í gær og gengi hlutabréfanna lækkaði í kjölfarið. Fjárfestar höfðu búist við enn lakari afkomu vegna 4 milljarða punda útgjalda fyrir farsímaleyfi. Hlutabréf í Frankfurt lækkuðu yfirleitt í gær, sérstaklega í Deutsche Telekom, eða um 2,64%. Hlutabréf félagsins féllu hins vegar um 6% í fyrradag. DAX hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,42% og var í lok dagsins 7.182 stig. Hlutabréfaviðskipti voru róleg í París í gær og Cac vísitalan lækkaði örlítið eða um 0,02%. Lokagildi hennar var 6.4515 stig. Hlutabréf í fjarskiptafyrirtækinu Equant lækkuðu um 21,32% en fyrirtækið birti afkomutölur fyrir fyrsta fjórðung ársins í gær.