HLUTAFJÁRÚTBOÐ hjá Íslenska hugbúnaðarsjóðnum hefst í dag. Boðnar eru út 117,5 milljónir króna og stendur sölutímabil til forgangsréttarhafa yfir til 2. júní á genginu 13,30. Almenn sala verður á tímabilinu 6.-9. júní á genginu 15,10.
Tilgangur útboðsins er að afla fjár til kaupa á verðbréfum í samræmi við fjárfestingarstefnu félagsins, ásamt því að greiða niður skuldir sem sjóðurinn hefur stofnað til og nema um 420 milljónum. Áætlað er að 1,5 milljarðar safnist í hlutafjárútboðinu, að því er fram kom á kynningarfundi sem haldinn var í gær fyrir fagfjárfesta og starfsfólk banka og verðbréfafyrirtækja.
Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum í hugbúnaðariðnaði og á m.a. í Hugviti, Gagarín, Kögun, Landsteinum og eMR.