ATVINNUMÁLANEFND Akureyrar hefur beint því til bæjarstjórnar að hún komi á fundi með samgöngunefnd Alþingis þar sem knúið verði á um að vinnu við hagkvæmnisathugun á jarðgöngum undir Vaðlaheiði verði lokið hið fyrsta.

ATVINNUMÁLANEFND Akureyrar hefur beint því til bæjarstjórnar að hún komi á fundi með samgöngunefnd Alþingis þar sem knúið verði á um að vinnu við hagkvæmnisathugun á jarðgöngum undir Vaðlaheiði verði lokið hið fyrsta.

Á fundi nefndarinnar nýlega ræddi einn nefndarmanna, Hákon Hákonarson, um göng undir Vaðlaheiði, en um þau er fjallað í stefnumótun atvinnumálanefndar frá því í mars í fyrra, en lagt er til í skýrslu nefndarinnar að hagkvæmnisathugun vegna þeirra verði gerð.

Nú rúmu ári seinna sé mönnum orðið ljóst að göng undir Vaðlaheiði munu hafa margfalt meiri áhrif á þróun byggðar en önnur jarðgangagerð sem sé á teikniborði stjórnvalda. Fyrir Akureyringa, Eyfirðinga og Norðlendinga alla sé þetta hagsmunamál sem geti haft áhrif á vöxt og viðgang svæðisins, sérstaklega þegar horft sé til þeirra verkefna sem sveitarfélögin á Norðurlandi eystra hafa sameinast um á sviði orkuframleiðslu og nýtingar hennar.