HAFIST verður handa við að rífa gamla leikskólann Iðavöll á Oddeyri innan skamms en á svæðinu verður byggður nýr og stærri leikskóli.

HAFIST verður handa við að rífa gamla leikskólann Iðavöll á Oddeyri innan skamms en á svæðinu verður byggður nýr og stærri leikskóli.

Börnin, sem verið hafa á Iðavelli hafa fengið húsnæði til bráðabirgða í kjallara Glerárkirkju en þar er fyrir leikskólinn Krógaból. Félagarnir Jens Sigmundur, Hákon Freyr og Hrólfur létu sér fátt um flutningana finnast, léku sér bara í sandkassanum rétt eins og vanalega, en að baki þeim má sjá Iðavöll sem brátt heyrir sögunni til.