MARKO Tanasic , fyrrum leikmaður með Keflavík , spilar ekki með Skallagrími í sumar eins og til stóð. Tanasic er þó kominn til landsins og ekki er útilokað að hann gangi til liðs við annað íslenskt félag. ÞRÍR Dalvíkingar taka út leikbann í 1.
MARKO Tanasic , fyrrum leikmaður með Keflavík , spilar ekki með Skallagrími í sumar eins og til stóð. Tanasic er þó kominn til landsins og ekki er útilokað að hann gangi til liðs við annað íslenskt félag.

ÞRÍR Dalvíkingar taka út leikbann í 1. umferð þegar lið þeirra mætir Skallagrími . Það eru Jóhann H. Hreiðarsson , Marinó Ólason og Sigurður G. Flosason .

HEIÐAR Ómarsson úr ÍR byrjar tímabilið í tveggja leikja banni og spilar því ekki gegn Víkingi og Skallagrími . Magni Þórðarson , ÍR-ingur, verður einnig í banni gegn Víkingi .

AÐRIR í eins leiks banni í fyrstu umferð eru Árni R. Þorvaldsson úr Sindra , Lárus Huldarsson úr Víkingi , Steingrímur Örn Eiðsson úr KA, Hans S. Sævarsson úr Þrótti R., Sigurður Sæberg Þorsteinsson úr Val og Ejub Purisevic , þjálfari og leikmaður Vals .

VALSMENN sakna einnig Kristins Lárussonar sem er meiddur og óvíst er hvenær hann getur leikið með liðinu. Guðmundur Brynjólfsson er einnig tæpur vegna meiðsla.

BRIAN Welsh, Skotinn sem er til reynslu hjá Val , verður að öllum líkindum í vörn liðsins gegn Þrótti í kvöld. Hinn norður-írski Russell Kelly hefur hinsvegar verið sendur heim en hann lék með Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum.