Hinn 2. júní frumsýnir Regnboginn nýjustu mynd Kevin Spaceys , Ordinary Decent Criminal , sem Thaddeus O'Sullivan leikstýrir. Í myndinni leikur Spacey klókan þjóf sem lögreglan á í mestum brösum með að handsama.
Hinn 2. júní frumsýnir Regnboginn nýjustu mynd Kevin Spaceys , Ordinary Decent Criminal, sem Thaddeus O'Sullivan leikstýrir. Í myndinni leikur Spacey klókan þjóf sem lögreglan á í mestum brösum með að handsama. Með önnur hlutverk fara Linda Fiorentino og Helen Baxendale . Spacey hlaut sem kunnugt er Óskarinn fyrir bestan leik í Amerískri fegurð í vetur.