UNI Arge, færeyski landsliðsmaðurinn sem spilar nú með Skagamönnum, fékk slæma byltu undir lok fyrri hálfleiks í leiknum við Leiftur frá Ólafsfirði í gærkvöldi og var borinn af leikvelli.

UNI Arge, færeyski landsliðsmaðurinn sem spilar nú með Skagamönnum, fékk slæma byltu undir lok fyrri hálfleiks í leiknum við Leiftur frá Ólafsfirði í gærkvöldi og var borinn af leikvelli. Hann reyndist hafa tognað á vinstri öxl og kom ekki meira inná en hans stöðu tók Hjörtur Hjartarson. Læknir skoðaði Færeyinginn eftir leikinn og batt upp öxlina en vildi lítið segja um hversu alvarleg tognunin væri, ætlaði að taka röntgenmyndir af öxlinni í dag og kveða þá upp úrskurð sinn um hve langa hvíld leikmaðurinn yrði að taka en kunnugir töldu að það gæti orðið allt að mánuður. Hvað mikið sem til er í því er ljóst að Uni leikur ekki með liði sínu á móti Breiðabliki á mánudaginn eða KR öðrum fimm dögum síðar.

"Ég átti að minnsta kosti að fá vítaspyrnu," sagði Uni eftir leikinn en Eyjólfur Ólafsson, annars ágætur dómari leiksins, taldi að brot hefði ekki átt sér stað.