MEÐFYLGJANDI staða kom upp á milli enska stórmeistarans Murray Chandler, svart, (2.527) og Davið Tebb (2.272) í bresku deildakeppninni sem lauk fyrir skömmu. Hvítur lék síðast 33. Rb3-c1 sem reyndist mikið glappaskot.
MEÐFYLGJANDI staða kom upp á milli enska stórmeistarans Murray Chandler, svart, (2.527) og Davið Tebb (2.272) í bresku deildakeppninni sem lauk fyrir skömmu. Hvítur lék síðast 33. Rb3-c1 sem reyndist mikið glappaskot. Flestir aðrir leikir hefðu haldið taflinu í jafnvægi, t.d. 33. Hg3 eða 33. Hxh7.
33. ...Bd4!
Að sjálfsögðu. Nú gengur 34. Bxd4 ekki upp sökum 34. ...d2 og svartur vinnur.
34. Hxh7 Bxc3 35. Rxd3 Bd4 36. Hh4 Kd5 37. Hh5+ Kxd6 38. Hxa5 He3
og hvítur gafst upp.