HEKLA hefur opnað sölu- og þjónustuumboð fyrir Suðurland að Hrísmýri 3 á Selfossi. Með því að sameina sölu og þjónustu á einum stað er verið að koma til móts við viðskiptavini Heklu varðandi aukna þjónustu og sölu, bæði nýrra bíla og notaðra.
Í tilefni þessara tímamóta er opið hús hjá Heklu að Hrísmýri 3 um helgina, laugardag og sunnudag, kl. 12 til 17, og jafnframt verða tveir nýir bílar frumsýndir á Suðurlandi: Nýr Mitsubishi Pajero og Skoda Fabia og boðið upp á reynsluaksur á þeim. Einnig verða nýir bílar frá Volkswagen, Audi, Mitsubishi og Skoda, þar á meðal Audi TT sportbíllinn. Jafnframt eru sértilboð á notuðum bílum alla helgina.
Þá verður Mitsubishi Evolution V rallbíll til sýnis.