Í tilefni dagsins buðu Byrgismenn uppá grillveislu sem var vel þegin af viðstöddum.
Í tilefni dagsins buðu Byrgismenn uppá grillveislu sem var vel þegin af viðstöddum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Keflavík - "Skjólstæðingar okkar eru í dag um 60 sem er um 40 % af því sem verður þegar starfsemin verður komin í fullan gang í haust. Þörfin er mikil, það sýna biðlistar.
Keflavík - "Skjólstæðingar okkar eru í dag um 60 sem er um 40 % af því sem verður þegar starfsemin verður komin í fullan gang í haust. Þörfin er mikil, það sýna biðlistar. Því leggjum við allt kapp okkar á að opna hér fyrir fulla starfsemi sem allra fyrst og segja má að hér hafi verið unnið sleitulaust að uppbyggingu og endurbótum," sagði Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins sem á laugardaginn hafði opið hús og kynnti nýtt meðferðarheimili fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur í Rocville, fyrrum radarstöð Varnarliðsins á Miðnesheiði.

Guðmundur Jónsson sagði að Byrgið hefði hafið starfsemi árið 1996. Þá hefði hann ásamt eiginkonu sinni Helgu Haraldsdóttur tekið drykkjufólk af götunni inn á sitt heimili en síðan hefði hann fengið leigt húsnæði til að hefja í starfsemi í Hafnarfirði. Þar væru nú rekin tvö áfangaheimili. Guðmundur sagði að Byrgið væri opið öllum, en algengast væri að þangað kæmi fólk sem hefði reynt önnur meðferðarúrræði og meirihlutinn væri langt leiddir fíkniefnaneytendur af götum borgarinnar. Sumir hefðu farið í 20-40 meðferðir. "Þetta eru einstaklingar sem allir hafa gefist upp á, fólk sem hefur verið í neyslu árum eða áratugum saman. Afleiðingin er andlegt og félagslegt niðurbrot, og í kjölfarið oft afbrotaferill og fangelsisvist í mörgum tilfellum. Í Byrginu er fólk sem hefur misst maka sinn, fjölskyldur, börn."

Endurbæturnar mun viðameiri en reiknað var með

Um endurbyggingu Rocville sagði Guðmundur að menn hefðu ekki gert sér grein fyrir hversu miklu hefði þurft að kosta til þar. "Það var talað um að við þyrftum að glerja nokkra glugga og skipta um rafmagn og að kostnaður við það gæti numið um 10 milljónum króna. En annað kom á daginn. Endurbæturnar hafa orðið miklu viðameiri en menn gerðu sér í hugarlund og kostnaður nú orðinn um 40 milljónir, en við áætum að hann verði 50-60 milljónir," sagði Guðmundur Jónsson.