FRAMKVÆMDIR standa yfir við Háskólann í Reykjavík. Þar fer nú fram undirbúnings- og jarðvegsvinna að sögn Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Símenntar við Háskólann í Reykjavík. Til stendur að fjölga bílastæðum fyrir nemendur.

FRAMKVÆMDIR standa yfir við Háskólann í Reykjavík. Þar fer nú fram undirbúnings- og jarðvegsvinna að sögn Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Símenntar við Háskólann í Reykjavík. Til stendur að fjölga bílastæðum fyrir nemendur.

Einnig hefur verið sótt um leyfi til að byggja annan áfanga Háskólans í Reykjavík á lóðinni við Ofanleiti 2. Húsið verður sex hæða. Á fimm hæðum verða fyrirlestrasalir, kennslustofur og fylgirými en tæknirými á þeirri sjöttu.