Um helgina var unnið við heyskap á Árbæjarsafni. Þegar ljósmyndari var þar á ferð höfðu vinnukonurnar lagt frá sér hrífurnar og voru að drekka kaffi. Þeim var fært kaffið í flösku sem geymd var í ullarsokk.

Um helgina var unnið við heyskap á Árbæjarsafni. Þegar ljósmyndari var þar á ferð höfðu vinnukonurnar lagt frá sér hrífurnar og voru að drekka kaffi. Þeim var fært kaffið í flösku sem geymd var í ullarsokk.

Oft hefur veður spillt fyrir heyskap á Árbæjarsafni, en á sunnudaginn stytti upp og gerði þennan fína þurrk. Bændur á Suður- og Vesturlandi tóku mið af þessu og hófu slátt að nýju eftir nokkurt hlé. Þeir hafa hins vegar að mestu lagt hrífu, orfi og ljá, en slík amboð eru hins vegar mikið notuð á Árbæjarsafni.