Björgvin Víkingsson í keppni í boðhlaupi.
Björgvin Víkingsson í keppni í boðhlaupi.
Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall er hlauparinn Björgvin Víkingsson kominn í landsliðið í frjálsum íþróttum.

Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall er hlauparinn Björgvin Víkingsson kominn í landsliðið í frjálsum íþróttum. Hann sigraði um helgina í 800 m hlaupi á meistaramótinu og stal þar með titlinum af sigurvegara undanfarinna þriggja ára, Sigurbirni Árna Arngrímssyni.

"Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta kom mér mjög á óvart," sagði Björgvin, sem nýverið náði sínum besta árangri í 800 m hlaupi á móti í Svíþjóð er hann hljóp á tímanum 1:54,46 mínútur. Hann sigraði um helgina með því að hlaupa á 1:57,00. "Hlaupið þróaðist þannig að það heppnaðist best fyrir mig. Það byrjaði rólega svo ég gat tekið góðan endasprett. Ég er með mjög góðan hraða og það er minn helsti styrkur. Ég er búinn að æfa í átta ár og aldrei misst af æfingum. Í fyrra og ár hefur gengið mjög vel," sagði Björgvin, sem hafnaði einnig í öðru sæti í 400 m hlaupi á mótinu. "Ég býst nú við að ég endi í 800 m hlaupi sem aðalgrein og ég stefni á að bæta mig sem mest," sagði Björgvin.