Ingibjörg í Baldursheimi og Bergþóra á Arnarvatni.
Ingibjörg í Baldursheimi og Bergþóra á Arnarvatni.
Handverksfélagið Dyngjan, sem stofnað var 1994 til að efla sölustarf mývetnskra handverkskvenna, hefur lengi skort gott húsnæði fyrir starfsemina yfir ferðamannatímann.

Handverksfélagið Dyngjan, sem stofnað var 1994 til að efla sölustarf mývetnskra handverkskvenna, hefur lengi skort gott húsnæði fyrir starfsemina yfir ferðamannatímann. Nú hefur ræst úr þar sem keypt hefur verið nýtt 30 fermetra timburhús og það sett niður á svæðinu við Hlíð ferðaþjónustu.

Þarna er nú til sölu afrakstur mývetnskra handa, unninn eftir þeim hefðum sem hér hafa þróast gegnum aldir.

Mývatnssveit. Morgunblaðið.