ÞÝZKIR slökkviliðsmenn leita hér að fólki í rústum gistihúss í bænum Thedinghausen, skammt frá Bremen, í gær. Húsið hrundi snemma í gærmorgun, er í því varð mikil sprenging, sem að öllum líkindum er talin hafa orsakazt af gasleka.
ÞÝZKIR slökkviliðsmenn leita hér að fólki í rústum gistihúss í bænum Thedinghausen, skammt frá Bremen, í gær. Húsið hrundi snemma í gærmorgun, er í því varð mikil sprenging, sem að öllum líkindum er talin hafa orsakazt af gasleka. Þrennt lét lífið í sprengingunni en bjarga tókst einni konu á lífi, alvarlega slasaðri. Eitt par, sem statt var í hótelinu er sprengingin varð, komst undan heilt á húfi. Rúður brotnuðu í allt að 600 metra fjarlægð frá slysstaðnum.