LAUGARDAGINN 22. júlí sl. kl. 13.27 varð harður árekstur þriggja bifreiða á Miklubraut við Grensásveg á leið austur. Þeir sem sáu þennan árekstur eru beðnir að hafa samband við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík.

LAUGARDAGINN 22. júlí sl. kl. 13.27 varð harður árekstur þriggja bifreiða á Miklubraut við Grensásveg á leið austur. Þeir sem sáu þennan árekstur eru beðnir að hafa samband við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Ökumaður hvítrar bifreiðar á leið austur Miklubraut sem skipti um akrein við gatnamótin er sérstaklega beðinn að hafa samband.

Ekið utan í bíl

Hinn 22. júlí, á tímabilinu 8:45 til 17:30, var ekið utan í bifreiðina DB-584, sem er hvítur Subaru Legacy. Hægri hlið bifreiðarinnar er dælduð frá framhurð og aftur að afturdekki. Bifreiðinni var lagt á þremur stöðum á tímabilinu. Við Bónus í Skútuvogi, við Bónus í Holtagörðum og við Hagkaup í Skeifunni. Vitni vinsamlegast hafi samband við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík.