SLÖKKVILIÐ var kallað út rétt eftir miðnætti í nótt eftir að eldur kviknaði í rútu sem stóð mannlaus við Vesturgötu í Reykjavík. Var hér um að ræða rútu í eigu Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, en hún var ein þriggja sem þarna stóðu.
SLÖKKVILIÐ var kallað út rétt eftir miðnætti í nótt eftir að eldur kviknaði í rútu sem stóð mannlaus við Vesturgötu í Reykjavík. Var hér um að ræða rútu í eigu Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, en hún var ein þriggja sem þarna stóðu. Að sögn slökkviliðs voru eigendur bílanna fljótir á vettvang til að forða hinum tveimur frá skemmdum. Eldurinn var talsvert mikill að sögn slökkviliðs, en þó stafaði nærliggjandi húsum ekki hætta af. Eldsupptök eru ókunn.