Um 100 metrum aftar hætti Greene keppni með svipuð meiðsl. Hvorugur mun því keppa í 200 m hlaupi á Ólympíuleikunum. Johnson keppir í 400 m hlaupi og 4x400 m boðhlaupi og Greene í 100 m hlaupi og 4x100 m boðhlaupi. Hinn óvænti sigurvegari hlaupsins John Capel hleypur því fyrir hönd Bandaríkjanna á leikunum.
Stacy Dragila sló heimsmetið í stangarstökki kvenna er hún fór yfir 4,63 metra. Hún gerði svo þrjár ágætar atlögur að 4,70 metrum en tókst ekki að fara yfir.
Á möguleika á fimm gullverðlaunum á ÓL
Hlaupadrottningin Marion Jones vann 200 m hlaupið er hún náði besta tíma ársins, 21,94 sekúndum. Þar með á hún möguleika á að hreppa fimm gullverðlaun á Ólympíuleikunum en hún keppir í 100 og 200 m hlaupi ásamt langstökki og 4x100 og 4x200 m boðhlaupum.Clark fjölskyldan var nokkuð áberandi í 800 m hlaupi á mótinu en Hazel kom fyrst í mark á 1:58,97 mínútum, hársbreidd á undan mágkonu sinni Jearl Miles-Clark. Joetta, systir Hazel, náði síðan þriðja sætinu með miklum endaspretti og allar tryggðu þær sér sæti á Ólympíuleikunum.
Hlaupakonan Gail Devers sigraði í 100 m grindahlaupi og setti um leið nýtt amerískt met með því að hlaupa á tímanum 12,33 sekúndum.
John Godina sem komst ekki í Ólympíuhóp Bandaríkjanna í sinni aðalgrein, kúluvarpinu varð annar í kringlukasti og mun keppa gegn Magnúsi Aroni Hallgrímssyni í Sydney.