Þjóðnýting ferða þjónustunnar Í GREIN um ferðaþjónustuna sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. september sl. er villa í uppsetningu Morgunblaðsins á skipuriti. Rétt er skipuritið eins og hér birtist.

Þjóðnýting ferða þjónustunnar

Í GREIN um ferðaþjónustuna sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. september sl. er villa í uppsetningu Morgunblaðsins á skipuriti. Rétt er skipuritið eins og hér birtist. Þá féll niður úr handriti undirritaðs skýring á skipuritinu og fylgir hún hér með. Undirritaður biðst velvirðingar á þessum mistökum.

Hugmyndin er sú að ýmsir sérhagsmunahópar ferðaþjónustunnar myndi hagsmunasamtök hennar. Virðisaukaskattur af veitingahúsum, flugvallarskattur og launaskattur verði afnuminn. Ríkið fái í staðinn allan hagnað af Fríhöfninni eða bjóði rekstur hennar út. Heimamönnum verði í sjálfs vald sett hvort þeir innheimta gjald af vinsælum ferðamannastöðum sem renni til viðhalds og eftirlits þeirra. Ferðamálasamtök landshlutanna og Reykjavíkur sjái um rekstur upplýsingamiðstöðva hvert í sínu héraði og landkynningu í samvinnu við skrifstofu ferðamála og hagsmunasamtök ferðaþjónustunnar. Stofnuð verði samtök starfsfólks í ferðaþjónustu þ.e. starfsfólks hótela, veitingastaða, flugfélaga, hópferða fyrirtækja, leiðsögumanna o.fl.

Með þessu er sjálfsákvörðunarréttur atvinnugreinarinnar virtur án þess að ganga á hagsmuni heildarinnar. Öll nauðsynleg starfsemi núverandi skipulags rúmast innan þessarar hugmyndar. Skrifstofur ferðamálaráðs i útlöndum má reka undir stjórn hagsmunasamtakanna og ferðamálasamtaka.

Björn S. Lárusson,

ferðamálafulltrúi Suðurlands og Suðurnesja.