Atvinnulausum hefur fækkað ÞAÐ er heldur betra í okkur hljóðið þessa daga, en verið hefur.

Atvinnulausum hefur fækkað

ÞAÐ er heldur betra í okkur hljóðið þessa daga, en verið hefur. Það hefur fækkað nokkuð á atvinnuleysisskránni hjá okkur, en því miður held ég að það sé tímabundið og allt fari í sama farið fljótlega," sagði Björn Snæbjörnsson varaformaður Verkalýðsfélagsins Einingar.

Björn sagði að nokkru færri Einingarfélagar væru á atvinnuleysisskrá nú en fyrr í sumar, en það helgaðist einkum af því að sláturtíð hófst hjá Sláturhúsi KEA í gær og einnig hefði Útgerðarfélag Akureyringa bætt við sig starfsfólki.

Það er ákveðinn toppur núna, heldur meira að gera, m.a. eru menn að klárar ýmis verk fyrir veturinn, auk þess sem fólk hefur fengið vinnu í sláturhúsinu og hjá ÚA. Atvinnuástandið er því þokkalegt um þessar mundir, en þegar kemur fram á veturinn tel ég að það verði síst skárra en verið hefur undanfarna mánuði," sagði Björn.