Fyrirlestur um súrnun í vötnum í Kanada DR. JOHN Gunn, prófessor við Laurentian University, Ontario fylki í Kanada, mun halda fyrirlestur sem hann nefnir "Súrnun og afturbati kalksnauðra vatna í Ontariofylki í Kanda", í dag fimmtudaginn 13. september.

Fyrirlestur um súrnun í vötnum í Kanada

DR. JOHN Gunn, prófessor við Laurentian University, Ontario fylki í Kanada, mun halda fyrirlestur sem hann nefnir "Súrnun og afturbati kalksnauðra vatna í Ontariofylki í Kanda", í dag fimmtudaginn 13. september. Fyrirlesturinn verður haldinn í Odda, stofu 101 og hefst klukkan 20.30.

Á árunum frá 1960 til 1980 komu framverulegir skaðar á ferskvatns vistkerfum í Ontariofylki í Kanda, en þetta mátti rekja til súrs regns. Í a.m.k. 19.000 vötnum lækkaði sýrustig svo mikið (pH-6,0) að veruleg röskun varð á lífkerfum þeirra. Mest voru áhrifin á lægri fæðuþrep um en minni meðal fiska, a.m.k. þeirra er eftirsóttir eru til veiða. Þó hafa menn áætlað að í u.þ.b. 200 vötnum hafi mörgum stofnum slíkra fiska verið útrýmt. Af fiskum var vatnableikjan langverst úti. Mestur var skaðinn í námunda við hinar geysistóru málmbræðslur í Sudbury. Á síðasta áratug tókst að draga verulega úr þessari loftmengun. Þetta leiddi fljótlega til verulegs bata í vötnum á þessu svæði og svo virðist sem snögg framför hafi átt sér stað meðal stofna ýmissa vatna hryggleysingja og fiska.

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og er öllum opinn.