Frumrannsókn lokið á máli lyfjafræðings Morgunblaðinu barst í gærkvöldi eftirfarandi fréttatilkynning frá Rannsóknarlögreglu ríkisins: "Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nýlega lokið frumrannsókn á ætluðu misferli lyfjafræðings, sem starfaði sem...

Frumrannsókn lokið á máli lyfjafræðings Morgunblaðinu barst í gærkvöldi eftirfarandi fréttatilkynning frá Rannsóknarlögreglu ríkisins: "Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nýlega lokið frumrannsókn á ætluðu misferli lyfjafræðings, sem starfaði sem yfirlyfjafræðingur á Landakotsspítala og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.

Lögreglurannsókn fór fram eftir að Ríkisendurskoðun gerði athugun á lyfjamálum spítalanna.

Helstu niðurstöður rannsóknar RLR eru eftirfarandi:

A:

Lyfjafræðingurinn hefur í verulegum mæli afgreitt lyf af lyfjabirgðum spítalanna beint til sjúklinga, sem afhentu honum lyfseðla.

Hann framvísaði lyfseðlunum síðan í apótekum og fékk þar ýmist:

1. Lyf, sem hann skilaði aftur til spítalanna, en fékk jafnframt útborgaðan afslátt.

2. Peningagreiðslu, sem nam heildsöluverði lyfjanna samkvæmt viðkomandi lyfseðlum. Lyfjum var ekki skilað til spítalans í þeim tilvikum.

Með þessum hætti fékk lyfjafræðingurinn tæpar sex milljónir króna frá apótekunum.

B:

1. Vegna viðskipta Landakotsspítala við lyfjaheildsala, greiddu lyfjaheildsalar afslátt, sem lyfjafræðingurinn tók sjálfur.

2. Lyfjafræðingurinn seldi lyf og aðrar vörur af birgðum spítalans og tók söluandvirðið.

Þannig fékk lyfjafræðingurinn greidda um eina milljón króna. Hann hefur endurgreitt spítalanum hluta af þeirri fjárhæð.

Lyfjafræðingurinn var sam vinnuþýður við lögreglurannsókn ina og gaf sínar skýringar. Telur hann viðtöku á ofangreindum fjármunum ekki ólögmætt atferli af sinni hálfu m.a. vegna þess aðhonum hafi borið greiðslurnar sem umbun fyrir veitta þjónustu og lyf, sem hann hafi lagt Landakotsspítala til."