Yfirlýsing frá SAS MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá skandinavíska flugfélaginu SAS. "Íslensk dagblöð birtu á miðvikudag frásagnir um hugsanlega samvinnu Flugleiða og SAS. Aðstoðarforstjóri SAS, Sven A.

Yfirlýsing frá SAS

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá skandinavíska flugfélaginu SAS.

"Íslensk dagblöð birtu á miðvikudag frásagnir um hugsanlega samvinnu Flugleiða og SAS. Aðstoðarforstjóri SAS, Sven A. Heiding, staðfestir að viðræður við Flugleiðir hafi átt sér stað um nokkurn tíma en að forráðamenn flugfélaganna tveggja hafi enn ekki hafið formlegar samningaviðræður.

"Það sem við höfum verið að gera," sagði Heiding, "er að kanna hvort það sé grundvöllur fyrir samvinnu í framtíðinni." Ekki hefur verið ákveðið hvenær viðræðurnar munu fara fram.