Markaðsmál Fyrsta afurð líftækninnar sett á markað hérlendis Ísteka hf. hefur sölu á fylprófum N?STOFNAÐ dótturfyrirtæki Þróunarfélagsins hf., Ísteka hf., hefur hefur hafið sölu á svonefndum fylprófum" fyrir hrossaeigendur og dýralækna sem gera þeim...

Markaðsmál Fyrsta afurð líftækninnar sett á markað hérlendis Ísteka hf. hefur sölu á fylprófum

N?STOFNAÐ dótturfyrirtæki Þróunarfélagsins hf., Ísteka hf., hefur hefur hafið sölu á svonefndum fylprófum" fyrir hrossaeigendur og dýralækna sem gera þeim sjálfum kleift að kanna með óyggjandi hætti hvort hryssur séu fyllfullar. Með prófinu geta dýralæknar eða aðrir gert sjálfir slíkar athuganir á tveimur klukkustundum. Hingað til hefur þurft að senda blóðsýni á rannsóknarstofu í Reykjavík til að skera úr um hvort frjóvgun hafi átt sér stað. Slík tilhögun hefur að jafnaði tekið nokkra daga eða vikur og er aðferðin aðeins á færi sérfræðinga. Með markaðssetningu fylprófsins er í fyrsta sinn sett á markað afurð sem tekst að þróa með líftæknirannsóknum hér á landi.

Ísteka hefur aðstöðu hjá lífefnafræðistofu Háskóla Íslands þarsem rannsóknir fara fram. Hörður Kristjánsson sem stjórnar rannsóknum og þróun hjá Ísteka sagði í samtali við Morgunblaðið að hormónið sem mælt væri í prófinu væri hið sama og fyrirtækið G. Ólafsson hefði notað við framleiðslu á frjósemislyfi. Þróunarfélagið hefði leigt rekstur G. Ólafssonar fyrr á þessu ári og frá þeim tíma hefði allt kapp verið lagt á rannsóknarvinnu til þess að fullþróa fylprófið.

Aðeins þarf 2-4 blóðdropa úr hryssu í hvert fylpróf og er nægjanlegt að særa hana lítillega til þess að ná þessu blóðmagni. Við eldri aðferðir hefur þurft að taka mun meira blóð og kalla til dýralækni. Blóðdroparnir eru settir í lítið plastglas og látnir liggja þar í nokkurn tíma. Hormón í blóðinu sem festist við botninn segir til um hvort hryssan sé fylfull eða ekki þar sem við hann er húðað mótefni sem bindur eingöngu hormónið. Nokkrar lausnir eru síðan settar í glasið og í einni af þessum lausnum er ensím sem framkallar bláan lit í lokin sé hryssan fylfull. Hvert próf mun kosta um 1.200 krónur en verðið lækkar mikið ef fleiri próf eru keypt í einu. Prófið gefur mjög greinilegar niðurstöður frá fimmtugasta degi eftir frjóvgun til um nítugasta dag. Hörður segir að hestaeigendur geti haft margvíslegt hagræði af prófinu. Niðurstöður prófsins geti hjálpað til viðað tryggja að góðar hryssur verði fylfullar og eins til að ákveða meðferð þeirra yfir veturinn. Þannig sé unnt að nota tímann til þjálfunar og tamninga hafi hryssan ekki haldið.

Við teljum að innanlandsmarkaður sé tiltölulega lítill og hann komi ekki til með að standa undir þessu í framtíðinni," sagði Hörður.Hann er hinsvegar nauðsynlegur fyrir okkur til þess að við getum prófað framleiðsluna og fundið viðbrögð markaðarins."

Fylprófið er fyrsta nýja framleiðsluvara Ísteka hf. en auk þess mun fyrirtækið framleiða og selja á erlendum mörkuðum frjósemis lyfið sem G. Ólafsson, framleiddi áður úr hryssublóði. Í framtíðinni er stefnt að því að Ísteka einangri og selji aðra verðmæta prótein þætti úr blóði sem eru notaðir við ræktun á frumum í lyfjaframleiðslu. Fyrirtækið mun einnig einbeita sér að frekari þróun á fyl prófinu og að þróun annarra mæliaðferða.