Elín H. Gunnarsdóttir ­ Kveðjuorð Fædd 15. júlí 1961 Dáin 5. ágúst 1990 Hræðileg frétt barst okkur að kvöldi 6. ágúst þegar okkur var tilkynnt að vinkona okkar Elín Halla Gunnarsdóttir hefði látist að slysförum þann 5. ágúst aðeins tuttuguog níu ára gömul. Með fáum orðum langar okkur að minnast Ellu einsog hún var alltaf kölluð af okkur.

Ella bjó á sínum uppvaxtarárum á Hörpugötunni í Skerjafirði. 22ja ára gömul eignaðist Ella litla sólargeislann sinn, hann Elías Inga. Þegar hún stofnaði sitt eigið heimili fluttist hún á Tjarnarbraut í Hafnarfirði. Fyrir fáum árum giftist Ella Sæmundi Sigurðssyni. Nú í sumar ákváðu Ella og Sæmundur að flytjast búferlum til Svíþjóðar en voru varla búin að koma sérfyrir þegar hún lendir í þessu hræðilega bílslysi.

Okkar fyrstu kynni af Ellu hófust þegar við unnum saman í Sláturfélaginu fyrir um það bil tólf árum. Ella var glaðlynd og skapgóð og var góður vinur vina sinna enda átti hún marga góða vini. Margar góðar og skemmtilegar stundir áttum við saman á unglingsárumum en eftir að við stofnuðum heimili fækkaði því miður okkar samverustundum en við höfðum þó alltaf samband í gegnum árin og höfðum gaman af að minnast gamalla stunda.

Sorgin og söknuðurinn er mikill. Við biðjum góðan Guð að styrkjaog varðveita Elías litla, Sæmund, Lóu og aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg.

Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi,

hafðu þökk fyrir allt og allt.

(V.Br.)

Anna María og Sirrý