Elín H. Gunnarsd.-Viðbót Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja Vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Sú sorgarfregn barst okkur þann 7. ágúst sl. að góð vinkona okkar, Elín Halla Gunnarsdóttir, hefði látist af slysförum tveimur dögum áður.

Við kynntumst Ellu, eins og húnvar kölluð, árið 1980. Það sem helst einkenndi Ellu, voru góðir hæfileikar hennar til að sjá björtu hliðarnar á öllu. Hún var alltaf létt í lund og vinur vina sinna.

Það er svo stutt síðan hún kvaddi okkur og hélt út til Svíþjóðar, þarsem hún hugðist setjast að ásamt eiginmanni og syni.

En enginn veit sína ævina fyrren öll er og nú verðum við að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd, að við eigum ekki eftir að sjá Ellu aftur í þessu lífi.

Við sendum eiginmanni hinnar látnu, Sæmundi, og syni hennar, Elíasi, móður og systkinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi okkar elskulega vinkona hvíla í friði.

Ásta, Tóta og Jóhanna