FYRIRLESTRAR um Kadampa búddisma eru að hefjast aftur á vegum Karuna, samfélagi Mahayana búddista á Íslandi. Fyrirlestrarnir bera yfirskriftina: Tilgangsríkt líf.

FYRIRLESTRAR um Kadampa búddisma eru að hefjast aftur á vegum Karuna, samfélagi Mahayana búddista á Íslandi.

Fyrirlestrarnir bera yfirskriftina: Tilgangsríkt líf.

Í þessum fyrirlestrum mun enski búddamunkurinn Venerable Kelsang Drubchen útskýra sex hugleiðslur sem eru rót framtíðarhamingju og ómissandi til að tryggja að við upplifum innri ró og ánægju, segir í fréttatilkynningu.

Fyrirlestrarnir hefjast þriðjudaginn 16. janúar kl. 20 til kl. 21.30. Aðgangseyrir er 1.000. kr. fyrir hvert skipti en 500 kr. fyrir námsmenn og öryrkja. Hver fyrirlestur er sjálfstæð eining og fer kennslan fram á ensku. Allir eru velkomnir.