SADDAM Hussein Íraksforseti kom fram í sjónvarpi í gær og flutti fimmtán mínútna ávarp í tilefni af 80 ára afmæli íraska hersins. Saddam virtist heilsuhraustur þrátt fyrir orðróm um að hann ætti við veikindi að stríða.

SADDAM Hussein Íraksforseti kom fram í sjónvarpi í gær og flutti fimmtán mínútna ávarp í tilefni af 80 ára afmæli íraska hersins. Saddam virtist heilsuhraustur þrátt fyrir orðróm um að hann ætti við veikindi að stríða. Fjölmiðlar í Englandi og Þýskalandi höfðu eftir íröskum stjórnarandstæðingum að Saddam hefði fengið heilablóðfall á sunnudaginn var en stjórnvöld í Bagdad segja að hann sé við hestaheilsu.

Ekki var ljóst hvort ávarpið var flutt í beinni útsendingu eða upptaka var sýnd. Saddam lauk lofsorði á íraska hermenn fyrir að heyja tvær styrjaldir á síðustu 20 árum og lýsti þeim sem þjóðhetjum.

Bagdad-búar fylgjast hér með útsendingunni í raftækjaverslun í írösku höfuðborginni.