Kenýamenn höfnuðu erindi norrænna þingmanna Fáheyrð framkoma, segir Geir H. Haarde formaður Norð urlandahópsins á þingi Alþjóða þingmannasambandsins
Á ÞINGI Alþjóða þingmannasambandsins í Uruguay í síðustu viku bar það meðal annars til tíðinda, að Geir H. Haarde alþingismaður, formaður norræna þingmanna hópsins, afhenti fulltrúum Kenýa bréf þar sem þess var farið á leit við þá, að séð yrði til þess að ken ýski andófsmaðurinn Koigi wa Wamere fengi sanngjörn réttarhöld og hann verði ekki látinn sæta harðræði. Hann hafði fengið hæli í Noregi sem pólitískur flóttamaður, en var handtekinn fyrir skömmu þegar hann kom til Afríku. Fulltrúar Kenýa á þinginu neituðu að taka við bréfinu og skiluðu því aftur, sólarhring eftir að þeir höfðu fengið það í hendur. Þetta segir Geir H. Haarde vera fáheyrða framkomu og sýna algjöran misskilning á hlutverki Alþjóða þingmannasambandsins.
Alþjóða þingmannasambandið er rúmlega aldar gamalt og er eitt af megin hlutverkum þess að vinna að framgangi þingræðis og lýðræðis í heiminum. Sambandið heldur þing tvisvar á ári. Síðara þing þessa árs var haldið í Punta del Este, litlum bæ skammt frá Montevideo, höfuðborg Uruguay. Héðan fóru þrír fulltrúar íslenskra þingmanna, Geir H. Haarde formaður íslensku sendinefndarinnar, Ólafur Þ. Þórðarson og Geir Gunnarsson.
Innan Alþjóða þingmannasambandsins starfar óformlega norrænn hópur þingmanna Íslands, Danmerkur, Svíðþjóðar, Noregs og Finnlands og voru 35 þingmenn þessara landa í Uruguay. Löndin skiptast á að hafa formennsku fyrir hópnum og að þessu sinni kom það í hlut Íslands og var Geir H. Haarde kjörinn til þess.
Geir H. Haarde sagði, að á meðan þingið stóð, hafi komið fréttir frá Noregi um að Kenýamaðurinn Koigi wa Wamere hafði verið handtekinn þegar hann fór til Afríku og settur í fangelsi í Kenýa. Ákveðið var að fulltrúar Norðurlandanna afhentu fulltrúum Kenýa bréf, þar sem þess er farið á leit við Kenýamenn, að þeir beiti sér fyrir því að maðurinn fái sanngjörn réttarhöld, honum verði leyft að ræða við lögfræðing og hitta fjölskyldu sína og að hann verði ekki látinn sæta pyntingum eða öðru harðræði.
"Það var ákveðið að óska eftir fundi með Kenýamönnunum á þinginu þar sem ég gerði grein fyrir málinu, ásamt formönnum sendinefnda hinna Norðurlandanna, og afhenti bréfið. Kenýamenn tóku því bréfi ekki fagnandi," sagði Geir.
Á meðan þróaðist málið svo, að Kenýa sleit stjórnmálasambandi við Noreg og segir Geir að þar komi inní mótmæli Norðmanna eftir öðrum leiðum og vegna fleiri atburða í Kenýa. "Það sem síðan gerðist varað þegar Kenýamennirnir voru búnir að liggja með þetta skjal í einn dag, þá skiluðu þeir því, neituðu að taka við því. Það gerðist eftir að ég var farinn heim og því létu þeir Norðmennina fá skjalið. Þeir sögðu að þetta væri opinbert mótmælaskjal og þeim væri illa við að taka við því. Okkar skoðun var að þetta væri ekki slíkt plagg. Við værum þarna sem þingmenn í okkar eigin nafni, ekki sem fulltrúar ríkisstjórna okkar, við værum að beina því til þeirra sem kollega okkar á þinginu, að þeir beiti sér fyrir því, að orðið yrði við tilmælunum. En, það er með fulltrúa margra ríkja sem ekki eru lýðræðisríki, að þeir eru ekki óháðir eða sjálfstæðir þingmenn, heldur fulltrúar sinna ríkisstjórna."
Geir sagði Kenýamennina hafa borið því við að svona erindi ætti að fara í gegn um formlegar leiðir einsog sendiráð. "Það þýðir jafnframt að þeir hafna því að hægt sé að nota þennan vettvang til skoðanaskipta milli þingmanna. Þessi vettvangur hefur einmitt oft verið kjörið tækifæri fyrir þingmenn landa að reyna að koma á sættum um ýmis mál, eins og á milli Breta og Argentínumanna, þarna náðist samband sem varð mjög miklivægt til þess aðkoma á sambandi milli landanna aftur efti Falklandseyjastríðið. Sama var þegar stríðið geisaði milli Íraka og Írana.
Á síðasta þingi afhenti Norður landahópurinn, sem þá var undir forystu Finna, Sovétmönnunum bréf þarsem mótmælt var áformum um að flytja kjarnorkutilraunirnar til Novaja Zemlja. Rússarnir tóku erindinu vel og kváðust mundu koma því áleiðis og þannig er hinn rétti andi þessara þinga. Íslendingar notuðu einnig þennan vettvang á sínum tímaí þorskastríðum til að koma sínum sjónarmiðum fram. En, það eru ákveðin ríki sem misskilja hlutverk þessara samtaka, eins og dæmið um Kenýamennina nú sýnir."
Geir sagði að aðaldeilumál þingsins hafi verið Persaflóadeilan. "Írak arnir héldu auðvitað uppi vörnum fyrir sig, en voru ofurliði bornir og harðlega fordæmdir. Svo var líka ályktað um atburðina í Jerúsalem sem urðu rétt fyrir þingið."
Mál sem höfðu verið undirbúin fyrir þingið og ályktað var um voru annars vegar læsi og menntamál, hins vegar um leifarnar af nýlendustefnu í heiminum.
Íslenska sendinefndin á þingi Alþjóða þingmannasambandsins í Punta del Este í Uruguay. Fremst sitja Geir H. Haarde, formaður Íslandsdeildar sambandsins, og Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður. Fyrir aftan þá eru Þorsteinn Magnússon, Geir Gunnarsson alþingismaður og Ásta Lúðvíksdóttir.