Hvað skal segja? Tónlist Ragnar Björnsson Orðlaus situr maður undir orgelleik Louis Thiry, hins franska.

Hvað skal segja? Tónlist Ragnar Björnsson Orðlaus situr maður undir orgelleik Louis Thiry, hins franska. Hvernig er þetta hægt? Ekki er aðeins að organleikarinn sé blindur, nokkrir þekktustu organleikarar sögunnar hafa mátt búa við það, og þykir flestum nóg, en engan veit ég sem auk þess hefur mátt þola aðeins fjóra fingur á annarri hendi og meira að segja þeir fjórir ekki heilir. Hvernig er þetta hægt? spyr maður sjálfan sig, að skila síðan erfiðum verkefnum á orgelið með þessa vöntun? Er hægt að þjálfa og teygja mannslíkamann í það óendanlega og temja viljann ótakmarkað? Ótal slíkar spurningar koma upp í hugann við að hlusta á leik Thiry en fullnægjandi svör fást engin. Hann hóf leik sinn á þrem verkum eftir César Frank, Prelúdíu, fúgu og tilbrigði, verki sem varla er hægt að kalla þessum virðulegu heitum, svo ófullkomin er fúgan og tilbrigðið. Hér fannst strax, á því hvernig hann notaði raddir hljóðfærisins, að kominn var franskur orgelleikari og manni varð strax hugsað, er rétt að nota þetta þýsk-rómantíska orgel á þennan hátt, svarið var hvers vegna ekki. Nokkurrar varfærni gætti í leik Thiry í verki þessu og þótti manni það ekki óeðlilegt. Annað verkið, Prére, var mjög fallega rad dvalið og uppbyggt og margt var glæsilega gert í a-moll-kór alnum nr. 3, þó saknaði ég nokkuð fransks hugmyndaflugs og skaphita. Þættirnir úr Hvítasunnumessu Olivers Messiaen voru fluttir af djúpum skilningi og þekkingu á Messiaen og hér naut flutningur Thiry sín best. Thiry lauk tónleikunum með f-moll-Fantasíu Mozarts þessu mjög svo erfiða (fyr ir orgel) og vanþakkláta verki. Ég undraðist að hann skyldi yfirleitt komast fram úr þessu verki, svo bæklaður sem hann er, en lítið varð maður var erfiðleikanna. Hins vegar spilaði hann verkið með sömu "frönsku" raddskipaninni og spurning er hvort það sé rétt og eðlilegt. Spurning er einnig hvort hægu þættirnir í Fantasíunni þurfa ekki meiri "lyft ingu", svolítið verða þeir langdregnir, leiknir svona mikið á sama nótnaborðið. Ánægjulegt er að upplifa hvað orgelið hefur tekið miklum og jákvæðum stakkaskiptum við viðgerð og breytingar á því. Undirritaður var á sínum tíma vantrúaður á fyrirhugaðar breytingar, en óskar þeim nú til hamingju sem stóðu fast á sínu.

Ragnar Björnsson

Louis Thiry organleikari.