Magnús Arnar Sigtryggsson Kveðja frá Vörumerkingu hf. Magnús Sigtryggsson lést 15. þessa mánaðar. Hann varð okkur öllum í Vörumerkingu harmdauði. Alltaf var hann hress, glaður og með gamanmál á vör. Magnús réðst til Vörumerkingar fyrir allmörgum árum, fyrst í hlutastarf en síðar í aðalstarf. Störf Magga voru aðallega samskipti við viðskiptavini fyrirtækisins, frágangur vöru og dreifing og önnur nauðsynleg störf sem vega þungt í hverju fyrirtæki.

Allt sem Magga var falið að sjáum vann hann með sérstakri prýði og allt gert með ánægju, alúð og ósérhlífni.

Um ættir Magnúsar fjalla ég ekki í þessum línum. En fólk hans þekki ég mæta vel og allt að dugnaði, samheldni og góðu yfirbragði í allan máta.

Ég læt líka ósagt um störf Magnúsar fyrir Félag fatlaðra, þar láta mér fróðari til sín heyra.

Ég þakka honum fyrir margraára samstarf. Hann hefur notið fulls trausts okkar stjórnenda Vörumerkingar hf. og var þar mjög virtur. Ekki eingöngu hjá okkur, heldureinnig hjá viðskiptavinum okkar, sem margir hafa haft samband viðmig og beðið fyrir samúðarkveðjur til ástvina hans.

Kæra Lovísa, við öll í Vörumerkingu vottum þér og börnum ykkar fyllstu samúð. Einnig vottum við samúð móður Magnúsar, Guðbjörgu, systkinum hans og öðru vandafólki.

Karl Jónasson