Minning: Sr. Bergur Björnsson fyrrv. prófastur Fæddur 9. maí 1905 Dáinn 16. október 1990 Það var á afmælisdegi móðurminnar, Gunnhildar Björnsdóttur,

16. október síðastliðinn sem mérvar flutt sú fregn, að yngsti bróðir hennar, sr. Bergur Björnsson, fyrrverandi sóknarprestur í Stafholti og prófastur í þáverandi Mýrapróf astsdæmi, væri látinn. Andlátsfregnin kom mér ekki á óvart. Að baki var langvarandi vanheilsa, sem ekki fékkst nein bót á og ævidagurinn auk þess að kveldi kominn, þegar aldursárin ein eru höfð í huga. En það snart mig, að hann skyldi kvaddur til sinnar hinstu ferðar einmitt á þessum sérstaka degi, þar eð móðir mín hafði öðrum fremur það hlutverk í æsku að gæta litla bróður síns og leiða hann fyrstu sporin. Það má því og af líkum ráða, að þessi frændi varí barnsvitund minni harla glæsileg og goðum lík persóna eftir þeim myndum, sem móðir mín dró uppaf honum í frásögnum sínum, sem hún miðlaði óspart, þegar eftir þeimvar leitað.

Bergur Björnsson fæddist á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði hinn 9. maí árið 1905. Foreldrar hans voru hjónin sr. Björn Jónsson prófastur og Guðfinna Jensdóttir. Hann var yngstur af 11 börnum þeirra hjóna. Af þeim er nú aðeins ein systir, Guðbjörg Bjarman, á lífi. Hún dvelur nú í Sunnuhlíð í Kópavogi, orðin 95 ára. Hin systkinin 9 eru öll látin, en flest þeirra náðu háum aldri.

Bergur ólst upp hjá foreldrumsínum á Miklabæ, vafalaust við mikið ástríki og eftirlæti, eins og ekki er óeðlilegt með yngsta barnið í svo stórri fjölskyldu. Einkum mun hann hafa verið móður sinni sérstaklega hjartfólginn.

Það kom fljótt í ljós, að Bergur var stórvel gefinn og gæddur ótvíræðum námshæfileikum. Að af loknu traustu undirstöðunámi í heimahúsum fór hann í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þar gagnfræðaprófi. Eftir það lá svo leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Þaðan útskrifaðist hannmeð stúdentsprófi vorið 1926. Þá tók við nám í guðfræðideild Háskólans og kandídatsprófi í guðfræði lauk hann vorið 1931. Allur var skóla- og námsferill hans hinn glæsilegasti, enda gat hann sér orð sem afburða námsmaður.

Hinn 27. september 1931 var sr. Bergur vígður til prestsstarfa við Breiðabólsstað á Skógarströnd, fyrst settur en skipaður næsta ár eftir kosningu safnaðarins. Þar þjónaði hann um 5 ára skeið. Árið 1937 var hann svo kjörinn og skipaður sóknarprestur í Stafholti, hinum forna og fræga stað. Þar þjónaði hann samfleytt til ársins 1961, er hann hvarf úr þjónustu kirkjunnar. Prófastur í Mýraprófastsdæmi var hann frá 1945.

Embættisstörf sín öll rækti sr. Bergur af stakri kostgæfni, alúð og smekkvísi. Hann var glæsimenni að ytri ásýnd, prúðmenni hið mesta, ljúfur og viðmótshlýr, hver sem hlut átti að máli. Guðsþjónustan fór honum sérstaklega vel úr hendi, bæði altarisþjónusta og prédikun. Hann þótti góður ræðumaður. Hann talaði máli trúarinnar og flutti fagnaðarboðskapinn á ljósan og lifandi hátt, með þeirri eðlislægu hlýju, sem fann greiða leið að hjörtum áheyrendanna hverju sinni. Um hann má hiklaust segja, að hannhafi verið sómi stéttar sinnar, bæði í kirkju og utan. Og víst er um það, að hann var virtur og ástsæll í söfnuðum sínum.

Hinn 7. mars árið 1931 kvæntist sr. Bergur eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Sigríði Pálsdóttur, bátasmiðs og vélamanns, síðast í Reykjavík. Þau eignuðust tvo syni, sem báðir eru á lífi. Ragnar Heiðar, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, hefir búið heima hjá foreldrum sínum og Guðmundur Páll, fulltrúi hjá Brunamálastofnun ríkisins, búsettur í Reykjavík. Kona hanser Gerður Daníelsdóttir bankastarfsmaður. Þau eiga tvö börn, Björn og Guðbjörgu. Guðmundur er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Erlu Valtýsdóttur, missti hann 1969. Dóttir þeirra, Berglind, ólst upp hjá sr. Bergi og Guðbjörgu og hefir hún löngum verið ljósgeislinn bjarti í lífi þeirra. Hún er nú bankastarfsmaður í Reykjavík.

Heimilið í Stafholti var rómað mjög fyrir rausn og myndarskap í embættistíð sr. Bergs. Ég hygg, að óvíða hafi gestrisni verið í meiri hávegum höfð en hjá þeim mætu og hjartahlýju hjónum. Á þeim vettvangi átti Guðbjörg sinn ómælda hlut að máli. Allt hennar líf hefir einkennst af þeirri viðleitni, að hjálpa, gefa og gleðja, án þess nokkru sinni að hugsa um laun eða verðskuldaða viðurkenningu sjálfri sér til handa. Hennar hlutur í lífshamingju eiginmannsins var því harla mikill að vöxtum. Frá starfi hennar ljómar af geislastöfum þess guðdómlega kærleika, sem "umber allt og fellur aldrei úr gildi".

Sr. Bergur hafði mikinn áhugaá skólamálum og fékkst talsvert við kennslu. Þótti hann frábær kennari, einkum í tungumálum, enda snjall málamaður.

Hann var formaður fræðsluráðs Mýrasýslu frá 1951 til 1961. Þar lét hann á margan hátt til sín taka. M.a. studdi hann mjög eindregið þá uppbyggingu, sem í embættistíð hans fór fram í skólamálum á Varmalandi. Þar hafði hann líka kennslu með höndum árum saman. Einn vetur kenndi hann við Gagnfræðaskólann á Akranesi.

Haustið 1960 fékk sr. Bergur leyfi frá embætti um eins árs skeið. Þann vetur kenndi hann við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík. Haustið eftir fékk hann svo lausn frá embætti prests og prófasts og settist að í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Fyrst bjuggu þau á Marargötu 7, en síðustu 10 árin hafa þau átt heim illi sitt á Háaleitisbraut 50.

Haustið 1961 var sr. Bergur skipaður fulltrúi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið í Reykjavík. Gegndi hann því starfi næstu 10 árin og rækti það af sömu alúð og trúmennsku og öll sín fyrri störf.

Haustið 1970 hóf sr. Bergur stundakennslu við Vélskóla Íslands. Kenndi hann þar samfleytt til ársins 1979. Um það leyti var hann farinn að fást talsvert við þýðingar úr erlendum málum, einkum þýsku.

En nú var skammt orðið til hinna eiginlegu verkaloka í lífi sr. Bergs. Í ársbyrjun 1980 handleggsbrotnaði hann og skömmu síðar fékk hann heilablæðingu, sem svipt hann máli og lamaði hann að verulegu leyti. Fyrtu árin á eftir var lifað í voninni um einhvern afturbata, sem þó varð aldrei að teljandi veruleika. Hann komst að vísu heim og klæddist hvern dag. Og með góðri aðstoð ástvina sinna gat hann gengið um íbúð sína. Hann var orðinn eins og skuggi sjálfs sín, ósjálfbjarga, dæmdur til að þiggja allt sitt úr annarra höndum.

En skært ljós skein honum í þessu þunga örlagastríði. Hann átti ástvini, sem allir lögðust á eitt við að axla með honum hina þungu byrði, eftir því sem í þeirra valdi stóð. Þar hlýt ég þó fyrst og fremst að nefna Ragnar, son hans, semtók það að sér að annast föður sinnog vera stoð hans og stytta, hvenærsem hann þurfti á hjálp að halda. Og það hlutverk sitt hefir Ragnar rækt af hreinum kærleika og slíkri umhyggju og reisn, að ég hygg, að fáir hefðu komist með tærnar þar sem hann hafði hælana á þvísviði. Þannig hefir hann verið, ekki einungis föður sínum, heldur og móður sinni ekki síður, ómetanleg hjálp og ómæld blessun á þessum síðustu erfiðleikaárum. En þráttfyrir það, sem hér er um Ragnar sagt, skal það þó ítrekað og undirstrikað, að í því stríði, sem nú er til lykta leitt, lögðust allir á eitt við að létta byrðina þungu.

Ég minntist í upphafi á þær minningar, sem móðir mín miðlaði mér ungum frá samskiptum við litla bróður sinn. Enn í dag er svo bjartyfir þeim myndum, að þær vekja bros á vör. En björtust og minnisstæðust verður þó í mínum huga myndin af þessum frænda mínum, þegar hann kom í fyrsta sinn heim í sveitina okkar, Blönduhlíðina, með eiginkonu sér við hlið, eiginkonu, sem í mínum barnshuga bar langt af öllum öðrum konum, bæði að fegurð og góðleik. Þar hafði frændi minn svo sannarlega fundið lífshamingju sína. Yfir þessari minningamynd er meiri birta en orðum verði að komið.

Það vildi svo til, að ég var staddur á heimili Guðbjargar og sr. Bergs kvöldið áður en hann dó. Áður en ég kvaddi námum við Guðbjörg staðar litla stund við sjúkrabeðinn. Það var augljóst, að endalokin nálguðust óðum. En friður og birta bjó í svip hins þjáða manns. Mér fannst sem æskubirtan breiddist yfir allt, birtan, sem ljómaði af þeim, þegar ég leit þau hjónin saman í fyrsta sinn sem lítill drengur. Og í huga mér tóku að hljóma hendingarnar, sem sungnar voru á meðan faðir sr. Bergs og afi minn var að kveðja þennan heim:

Ég leit til Jesú, ljós mér skein,

það ljós er nú mín sól,

er lýsir mér um dauðans dal

að Drottins náðarstól.

Guð blessi þig, elsku Guðbjörg mín, drengina þína, tengdadóttur og ömmubörnin þrjú. Við hjónin blessum kærleika þinn og hetjudáð. Innilegar samúðarkveðjur okkar til ykkar allra.

Björn Jónsson