Frá slysstað í Skerjafirði.
Frá slysstað í Skerjafirði.
SKÝRSLA rannsóknar-nefndar um flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst í fyrra birtist fyrir viku. Nefndin telur orsök slyssins hafa verið skort á eldsneyti til hreyfilsins. Flugvélin var að koma frá Vestmanna-eyjum þegar hún brotlenti í sjónum í Skerjafirði.
SKÝRSLA rannsóknar-nefndar um flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst í fyrra birtist fyrir viku. Nefndin telur orsök slyssins hafa verið skort á eldsneyti til hreyfilsins. Flugvélin var að koma frá Vestmanna-eyjum þegar hún brotlenti í sjónum í Skerjafirði. Fimm farþegar voru í flugvélinni og flugmaður. Fimm eru látnir en einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Flugmaðurinn flaug ellefu ferðir með farþega milli Eyja og lands þennan dag.

Friðrik Þór Guðmundsson , faðir drengs sem lést í slysinu, segir að niðurstöður skýrslunnar komi ekki á óvart. Sökinni sé fyrst og fremst komið á flugmanninn en flugrekstrar-stjóri og eigandi flugfélagsins, Ísleifur Ottesen , beri ekki síður ábyrgð. Friðrik Þór hefur farið fram á það að rannsókn vegna slyssins verði könnuð af hlutlausum aðilum.

Friðrik Þór vill einnig að rannsakað verði annað flug frá Eyjum þennan sama dag. Hann fullyrðir að fleiri farþegar hafi verið í vélinni en leyfilegt var. Í framhaldi af því hefur flugmálastjóri óskað eftir rannsókn þess máls.

Samgöngu-ráðuneytið gerði nýlega samning við Leiguflug Ísleifs Ottesen um sjúkraflug. Flugmálastjórn vinnur að úttekt á starfsemi félagsins til að fá úr því skorið hvort ávirðingar rannsóknar-nefndar gætu leitt til uppsagnar á samningi við félagið.